23.9.2008 | 22:59
Powerade Vetrarhlaup
Fékk póst í kvöld um Vetrarhlaup Powerade, það er gott að vita að eitthvað er að gerast á Íslandi líka. Ég er á leið í Maraþon í Berlín og það er fínt að fá meiri umræður um þetta núna. En til að gera stutta sögu langa þá smelli ég bara inn meilinu hér , sjáumst síðar....
Powerade Vetrarhlaupið verður á sínum stað í vetur.
Hlaupin sex verða haldin annan fimmtudag í mánuði, frá október til mars.
9. október 2008
13. nóvember 2008
11. desember 2008
8. janúar 2009
12. febrúar 2009
12. mars 2009
Ræst verður stundvíslega klukkan 20:00 við Árbæjarlaugina og því nauðsynlegt að mæta tímanlega.
Skráning hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri laugarinnar.
Þátttökugjaldið er óbreytt frá því í fyrra eða 200 kr.
Allar nánari upplýsingar er að finna á Hlaupasíðunni og er ráð að rifja þær upp fyrir fyrsta hlaup.
Í vetur býður ÍTR þátttakendum uppá búningsaðstöðu fyrir hlaup og í laugina eftir hlaup. Eru allir hvattir til að nýta sér þetta góða tilboð.
Tilvalið er að njóta stemmningarinnar í heita pottinum eftir átökin í góðum félagsskap.
Eina skilyrðið er að þátttakendur fylgja almennum umgegnisreglum og fari ekki inní búningsklefana á útiskóm.
Láttu Powerade Vetrarhlaupið verða þér hvatning í vetur. Merktu við ofangreindar dagsetningarnar strax í dag og vertu með frá upphafi.
Kv. Oddur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.