9.1.2009 | 22:41
Magnaður vinnustaður !!
Samstarfskona mín skrifaði þetta á bloggið sitt í dag http://evaogco.blog.is/blog/evaogco/entry/767071/. Það er rétt sem hún segir, það er að innan við 500 manns hafa hlaupið Laugaveginn og í okkar deild eru nú þegar komnir 7 sem ætla að hlaupa. Ég held hins vegar að við endum 10 því nokkrir eru mjög heitir fyrir þessu. Þeir sem búnir eru að skrá sig eru:
Arnar rásnúmer 18
Oddur (ég) rásnúmer 31
Bjarni rásnúmer 32
Eva rásnúmer 40
Svenni rásnúmer ??
Siggi Freys rásnúmer 55
Jón Örn rásnúmer 86 -- Ath nú er liðinn sólarhringur frá því að opnað var fyrir skráningu og aðeins 300 pláss í boði.
Þeir sem eru að hugsa málið eru þessir:
Rósa
Ásta Sigjurjóns
Margrét Páls
Arnþór
Ég veit ekki með Öggu en hún er eiginlega í okkar deild líka...
Þetta er náttúrulega frábær vinnustaður......
Ég ætla að reyna að halda hér úti upplýsingum um framganginn og henda inn myndu frá æfingum eins og hægt er.
Æfingar það sem af er þessarar viku:
05.01.2009 Hjólað í og úr vinnu alls 13,5 km. Spinnig klukkutími kl 17:20.
06.01.2009 6,74 km og sund í hádeginu. Þerk og Þoæl kl 17:20.
07.01.2009 5,6 km og spinnig klukkutími kl 17:20.
08.01.2009 10 km keppni.
09.01.2009 5 km í hádegi, Spinnig í 65 mín kl 17:30.
Þyngd 97,2 kg.
Athugasemdir
Þetta er nátturulega bara bilun.. en þetta er strax farið að hafa áhrif á mann. Ég hvíldi í gær og fyrradag eftir powerade hlaupið en hljóp svo 5km í dag í flughálku. Ég ætla sko að veita þér samkeppni á laugaveginum þótt ég eigi ekki séns í þig í dag.. hvorki í tíma né vigt ;o)
Jón Örn (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.