22.1.2009 | 21:35
Nú er allt að rúlla af stað.
Magnað hvað er lífið getur verið skemmtilegt. Í dag gerðist ýmislegt og mig langar að rekja það hér.
Ég keyrði son min á BSI kl 04:30 en hann var að fara til Danmerkur í keppnisferð í Badminton. Gaman þegar börnin eiga áhugamál og geta leyft sér að sinna þeim vel.
Ég kom í vinnuna kl 07:45 og hitti vinnufélagana um kl 08:00 sem er æðislegt. Það er gott að hafa vinnu og skemmtilegt fólk til að vinna með.
Ég þurfti að vera í sambandi við Forstjóra og Fjölmiðlafulltrúa bankans vegna vinnunar og fékk mjög gott og skemmtilegt feedback frá þeim. Það er gott að geta talað beint við þá sem ráða í fyrirtækinu sem maður vinnur hjá og það sé hlustað á starfsmenn.
Ég fékk ánægjulegt mail frá Formanni SG um uppgjör launa frá Gamla Glitni. Það er mikivægt að hafa fólk í starfsmannafélaginu sem maður treytir og upplýsir mann um framgang mála.
Ég gat komist í hádeginu og synt 700m. Svalt að geta tekið daginn í tveimur hlutum, þegar manni líður ekki vel í vinnunni.
Ég fékk tækifæri á að vinna með samstarfskonu sem ég hef ekki unnið með lengi. Það er frábært að geta fengið aðstoð við hluti sem maður kann ekki.
Ég gat komist á æfingu seinnipartinn og framkvæmt frábærta æfingu, þá erfiðustu sem ég hef gert lengi. Það er gott að hafa heilsu til að gera það sem maður hefur gaman af.
Ég fékk að hitta Lionsfélagana sem eru af kynslóðinni á undan mér fæddir á árunum 1922-1962. Það eru forréttindi að fá að umgangast slíka höfðinga og heyra þeirra lífsskoðanir.
Ég kom síðan heim, þar sem alltaf er gott að vera og hitti fjölskylduna. Það er gott.
Ég gat síðan skoða hvað félagar og vinir hafa verið að gera eða hugsa í dag á bloggi og Facebook. Þar datt ég um spekina sem mér finnst alveg trufluð og því ætla ég að enda á því:
"Það er notalegt að vera mikilvægur,en það er mikilvægara að vera notalegur"
Þetta hefur lengi verið markmið mitt, bara spurning hverning mér hefur gengið að fylgja því ;-)
Kv. Oddur K
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.