It's Taper Time.

Nú eru tvær vikur í hlaup og þess vegna er komið að því að hvíla sig, hlaupa lítið og ná sér af öllum "smá" meiðslum sem alltaf eru að hrjá mann ;-). Til þess að morivera sig þá reyni ég að lesa greinar um undirbúning. Hér er grein sem ég las og finnst hún góð : http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-238-244-255-5958-0,00.html

Planið þessa vikuna er svona:

10 km Powerate hringur í hádeginu í dag.

6,5 km í hádeginu á morgun.

Spinning á miðvikudag.

Hlaup á bretti í Hreyfingu fimmtudag 8-10 km rólega.

6,5 km í hádegi á föstudag.

Spinnig á sunnudaginn.

Síðan þarf ég líka að finna einhver myndbönd til að horfa á....... en það kemur.

Kv. Oddur 

 


Loka undirbúningur fyrir Berlínar Maraþon ;-)

Núna er alveg að koma að "Hlaupinu" og  til þess að koma "MindSettinu" í lag þá ætla ég að skrifa hér eitthvað smá um það sem verið er að gera til að klára  undirbúninginn.

Þeir sem ekki vita þá er æfingaskráin mín á www.hlaup.com eins og annara hlaupara. Hér er beinn linkur á hlaupadagbókina http://hlaup.com/ShowTrainingProfile.asp?uid=34#nuverandivika.

Þeir sem fara með mér til Berlínar eru: Eiður (frændi), Kristín Birna (frænka), Gná , Orri (Línuskautar) og Hafdís.  Þetta er 3  maraþonið mitt í útlöndum og það leggst alveg rosalega vel í mig. Síðasta maraþon hjá mér var í Reykjavík þar sem ég fór á 03:51 og markmiðið í Berlín er eins nálægt 03:45 og ég get.

Ég er að dunda mér við að setja inn gamlar hlaupamyndir því það er alltaf gaman að skoða þær.

Að lokum er hér linkur á þá islendinga sem skráðir eru í Berlín:

http://www.geosoft.dk/VidarAtletik/FM/Loeb/Deltagerliste.asp?lobid=135&lang=is

Kv. Oddur


Myndir

Smellti inn myndum til gamans.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband