23.9.2008 | 22:59
Powerade Vetrarhlaup
Fékk póst í kvöld um Vetrarhlaup Powerade, það er gott að vita að eitthvað er að gerast á Íslandi líka. Ég er á leið í Maraþon í Berlín og það er fínt að fá meiri umræður um þetta núna. En til að gera stutta sögu langa þá smelli ég bara inn meilinu hér , sjáumst síðar....
Powerade Vetrarhlaupið verður á sínum stað í vetur.
Hlaupin sex verða haldin annan fimmtudag í mánuði, frá október til mars.
9. október 2008
13. nóvember 2008
11. desember 2008
8. janúar 2009
12. febrúar 2009
12. mars 2009
Ræst verður stundvíslega klukkan 20:00 við Árbæjarlaugina og því nauðsynlegt að mæta tímanlega.
Skráning hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri laugarinnar.
Þátttökugjaldið er óbreytt frá því í fyrra eða 200 kr.
Allar nánari upplýsingar er að finna á Hlaupasíðunni og er ráð að rifja þær upp fyrir fyrsta hlaup.
Í vetur býður ÍTR þátttakendum uppá búningsaðstöðu fyrir hlaup og í laugina eftir hlaup. Eru allir hvattir til að nýta sér þetta góða tilboð.
Tilvalið er að njóta stemmningarinnar í heita pottinum eftir átökin í góðum félagsskap.
Eina skilyrðið er að þátttakendur fylgja almennum umgegnisreglum og fari ekki inní búningsklefana á útiskóm.
Láttu Powerade Vetrarhlaupið verða þér hvatning í vetur. Merktu við ofangreindar dagsetningarnar strax í dag og vertu með frá upphafi.
Kv. Oddur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 12:51
Leppin Carbo Lode
Er nú búinn að ná mér í Carbo Lode frá Leppin. Kaupi það hjá www.stod.is því það er ódýrast þar kostar í dag 1710.- Rakst samt á heildsöluna hjá Rolf www.rjc.is en þar kostar þetta 1260.- en ég veit ekki hvort maður getur keypt þetta þar beint. En þetta er Carbo Lode
Síðan ætlum við að borða hér http://panasia.de/restaur/restaur2.htm á sunnudaginn.
En nóg komið í dag.
Kv. Oddur K
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 17:56
Spennan eykst.
Nú eru bolir að verða tilbúnir og við verðum að fara að undirbúa ferðina. Fór 10 km í dag til að vera viss um að skórnir væru í lagi. Þeir koma vel út og ég held að þetta verði frábært. Ætla ekki að hlaupa á morgun nema ég þurfi og það verðu þá bara stutt. Ætla síðan að taka 4 * 400 á 5 km pace á miðvikudag til að fá að vita að ég geti enn hlaupið á 04:30 pacei.
En nóg í bili.
Kv. Oddur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 23:22
Nú er lokaundirbúningur að hefjast.
Ég er að fara yfir síðsutu atriðinn fyrir hlaup. Ég er opinberlega að fara að stefna á tímann 03:45 sem er þá bæting uppá 06:40 mín frá því í Reykjavík. Ef það tekst þá er ég búinn að bæta tímann minn um 38 mín frá 18. ágúst 2007 en þá fór ég í fyrsta hlaupið mitt. Það næsta var að ákveða síðustu æfingarnar en þær verða svona.
10 km á Sunnudag, 6 km á þriðjudag og síðan 1000m + 4*400 sprettir + 3*400 rólegt á milli og enda síðan á 1200m niðurskokki alls 5 km á miðvikudag sem er þá síðasta æfing fyrir hlaup. Síðan er flug út kl 08:00 fimmtudag , rólegt þá og föstudag. Expo laugardag og þá er Orri að keppa og síðan er aðal dagurinn á sunnudag 28. kl 09:00 í Berlín.
En nú er málið að borða rétt, meiða sig ekki og reyna að hvíla sig.
Kv. Oddur K.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 13:58
Veðurspá á hlaupadaginn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 21:22
Nýjir skór, sami hlauparinn.
Fékk nýja skó í dag , Asics Nimbus 10 . Er búinn að prófa þá og þeir virka vel :-)
Fór 10 km á þeim í laugardalnum, Hreyfing Kringlumýrabraut, Kirkjusandur, Laugarásvegur, Langholtsvegur, Suðurlandsbraut, Reykjavegur, gegnum laugardalinn og aftur í Hreyfingu, alls 10,07 km.
En svona eru nýju skórnir:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 09:06
Allir sáttir við búninga og merkingar.
Svona ætlum við að hafa þetta:
Fór í spinnig í gær og tók svona 80% á því þar sem ég er að dúlla við að hvíla mig.
En síðan ætla ég að taka 10 km á bretti eða í laugardalnum seinni partinn rólega.
Kv. Oddur K
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 15:20
Búningar í húsi.
Nú er búið að velja og kaupa búninga. Hér er konu bolurinn:
Og hér er karla bolurinn:
Nú er bara að koma þessu í merkingu fá Logo Glitnis, nafn á keppanda og Íslenska fánann ;-)
Kv. Oddur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 13:28
Rólegu dagarnir ganga vel.
Fór 10 km í gær og 3 km í hádeginu. Hér eru síðan fleiri greinar til að lesa.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 08:31
Newsletter frá Berlín Maraþon
Fékk í gær fyrsta fréttabréfið frá Berlín, það passaði vel inn í hugþjálfunina ;-)
Skelli því hér inn til gamans, t.d. er hægt að horfa á hlaupið í beinni þegar það hefst.
![]() | ||
NEWSLETTER September, 15th 200835th real,- BERLIN-MARATHON | ||
| ||
![]() | ||
If you don't want to receive further email newsletters, you can unsubscribe | ||
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)