16.10.2008 | 09:48
Merkilegt hvað hægt er að gera lítið úr fólki.
Það gengur hægt að ganga frá starfsmannamálum í Nýjum Glitni. Það er búið að ræða við einhverja en síðan er sent út að fólk verði að vera rólegt....... Skrýtin vinnubrögð...eða hvað.
En við starfsmennirnir höfum nú hvort annað og það er gott
Kv. Oddur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 17:45
1. Vetrarhlaup (Powerade nr.1)
Fór í Powerade hlaupið á fimmtudaginn. Það var skemmtilegt þrátt fyrir rok og rigninu. Var um 50 mín að klára þetta og bíð spenntur eftir að það komi "staðfestar" tölur. En annað er sem er í gangi en það er uppskipting Glitnis. Það lítur alltaf betur og betur út, en það er ótrúlegt hvað stjórnendur geta orðið upptrektir af því að bíða eftir niðurstöðum. Vona að allt komi í ljós á morgun enn það er þó ekki víst.
C jú all.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 14:03
Fréttablað frá Berlín.
Congratulations on your accomplishment | ||
| ||
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 10:09
Til sölu: Jianshe Puma 250 cc Fjórhjól
Jianshe Puma 250 cc Fjórhjól
Vélin er 10 kw fjórgengis bensín mótor með raf-og handstarti. Gírskipting með vökvakúplingu, 5 gírar áfram og 1 afturábak. Bögglaberar að framan og aftan ásamt stuðaragrind, burðargeta bögglabera að framan er 30.kg og 45.kg að aftan. Meðal staðalbúnaðar eru stefnuljós,hraðamælir og 50.mm.dráttarkúla.
Ekið 250 km og er skráð og á númerum. Skráð 19.07.2007 , einn eigandi.
Ásett verð 380.000.-
Upplýsingar í síma 844-4377
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 21:28
Í lok dags.
Hér er nýja hlaupaprógrammið mitt. http://www.time-to-run.com/training/10k/sub45.htm.
Ég fékk líka lyf vegna sjúkdómsins, þessi hér. http://www.lyfja.is/forsida/Lyfjubokin/Lyf/267/
Og ég ákvað að tala bara þátt í Powerade hlaupum og gamlárshlaupi þar sem kostnaður yrði annars of mikill.
Annað ekki í dag.
Kv. Odd.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 10:52
Smá innlegg um tengsl Sáraristilbolgu og húðsjúkdóma !!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 22:01
Þá er byrjað nýtt prógramm.
Ég byrjaði á sub45 prógrammi í dag. Það truflar mig aðeins að ganga ekki heill til skógar en ég hef trú á að það lagist. Skelli hér með maraþon árangrinum hingað til:
4:23:31 Reykjavík 2007
4:07:39 Osló 2007
3:58:21 Kaupmannahöfn 2008
3:51:42 Reykjavík 2008
3:49:59 Berlín 2008
Þetta er góður árangur á 13 mánuðum :-) og að auki 3 hálf maraþon og Vesturgatan 24km (Utanvegahlaup).
Kv. Oddur K
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 09:34
Powerade Vetrarhlaup - Október
- Muna eftir sundfötum því ÍTR býður í heita pottinn eftir hlaup
- Vera tilbúin þegar hlaupið verður ræst stundvíslega kl. 20:00
- Hafa þátttökuseðilinn tilbúinn og halda röðinni þegar komið er í mark
- Fá sér Powerade og spjalla við aðra keppendur eftir hlaup
- Fara í pottinn og láta líða úr sér eftir átökin
- Fara heim að sofa með bros á vör
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 21:15
Síðasta fréttablað vegna Berlínarmaraþons.
Við erum sem sagt kominn heim frá Berlín og byrjum á morgun á að takast á við daglegt líf. Ég þarf að ná bata og halda áfram að hlaupa. En ég smelli inn síðasta fréttablaðinu aðallega til að halda þessu til haga.
En ekki meira í bili.
Adíos, Oddur
Click here for English contentGratulation zu Ihrem Erfolg | ||
Congratulations on your accomplishment | ||
| ||
Wenn Sie zukünftig generell keine weiteren Email-Newsletter mehr beziehen möchten, können Sie Ihre Email-Adresse unter http://lists.berlin-marathon.com/ab austragen. | ||
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 16:12
Síðasta æfing
Tók síðustu æfingu fyrir Berlín í hádeginu. Bretti 4*400m sprettir á 14km. Frábært að vita að maður getur enn hlaupið hratt. En nú er bara að byrja að Carbo Loada og taka þetta síðan.
Kv. Oddur K
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)