Færsluflokkur: Lífstíll
22.9.2008 | 17:56
Spennan eykst.
Nú eru bolir að verða tilbúnir og við verðum að fara að undirbúa ferðina. Fór 10 km í dag til að vera viss um að skórnir væru í lagi. Þeir koma vel út og ég held að þetta verði frábært. Ætla ekki að hlaupa á morgun nema ég þurfi og það verðu þá bara stutt. Ætla síðan að taka 4 * 400 á 5 km pace á miðvikudag til að fá að vita að ég geti enn hlaupið á 04:30 pacei.
En nóg í bili.
Kv. Oddur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 23:22
Nú er lokaundirbúningur að hefjast.
Ég er að fara yfir síðsutu atriðinn fyrir hlaup. Ég er opinberlega að fara að stefna á tímann 03:45 sem er þá bæting uppá 06:40 mín frá því í Reykjavík. Ef það tekst þá er ég búinn að bæta tímann minn um 38 mín frá 18. ágúst 2007 en þá fór ég í fyrsta hlaupið mitt. Það næsta var að ákveða síðustu æfingarnar en þær verða svona.
10 km á Sunnudag, 6 km á þriðjudag og síðan 1000m + 4*400 sprettir + 3*400 rólegt á milli og enda síðan á 1200m niðurskokki alls 5 km á miðvikudag sem er þá síðasta æfing fyrir hlaup. Síðan er flug út kl 08:00 fimmtudag , rólegt þá og föstudag. Expo laugardag og þá er Orri að keppa og síðan er aðal dagurinn á sunnudag 28. kl 09:00 í Berlín.
En nú er málið að borða rétt, meiða sig ekki og reyna að hvíla sig.
Kv. Oddur K.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 13:58
Veðurspá á hlaupadaginn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 21:22
Nýjir skór, sami hlauparinn.
Fékk nýja skó í dag , Asics Nimbus 10 . Er búinn að prófa þá og þeir virka vel :-)
Fór 10 km á þeim í laugardalnum, Hreyfing Kringlumýrabraut, Kirkjusandur, Laugarásvegur, Langholtsvegur, Suðurlandsbraut, Reykjavegur, gegnum laugardalinn og aftur í Hreyfingu, alls 10,07 km.
En svona eru nýju skórnir:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 09:06
Allir sáttir við búninga og merkingar.
Svona ætlum við að hafa þetta:
Fór í spinnig í gær og tók svona 80% á því þar sem ég er að dúlla við að hvíla mig.
En síðan ætla ég að taka 10 km á bretti eða í laugardalnum seinni partinn rólega.
Kv. Oddur K
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 15:20
Búningar í húsi.
Nú er búið að velja og kaupa búninga. Hér er konu bolurinn:
Og hér er karla bolurinn:
Nú er bara að koma þessu í merkingu fá Logo Glitnis, nafn á keppanda og Íslenska fánann ;-)
Kv. Oddur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 13:28
Rólegu dagarnir ganga vel.
Fór 10 km í gær og 3 km í hádeginu. Hér eru síðan fleiri greinar til að lesa.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 08:31
Newsletter frá Berlín Maraþon
Fékk í gær fyrsta fréttabréfið frá Berlín, það passaði vel inn í hugþjálfunina ;-)
Skelli því hér inn til gamans, t.d. er hægt að horfa á hlaupið í beinni þegar það hefst.
NEWSLETTER September, 15th 200835th real,- BERLIN-MARATHON | ||
| ||
If you don't want to receive further email newsletters, you can unsubscribe | ||
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 10:13
It's Taper Time.
Nú eru tvær vikur í hlaup og þess vegna er komið að því að hvíla sig, hlaupa lítið og ná sér af öllum "smá" meiðslum sem alltaf eru að hrjá mann ;-). Til þess að morivera sig þá reyni ég að lesa greinar um undirbúning. Hér er grein sem ég las og finnst hún góð : http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-238-244-255-5958-0,00.html
Planið þessa vikuna er svona:
10 km Powerate hringur í hádeginu í dag.
6,5 km í hádeginu á morgun.
Spinning á miðvikudag.
Hlaup á bretti í Hreyfingu fimmtudag 8-10 km rólega.
6,5 km í hádegi á föstudag.
Spinnig á sunnudaginn.
Síðan þarf ég líka að finna einhver myndbönd til að horfa á....... en það kemur.
Kv. Oddur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 09:08
Loka undirbúningur fyrir Berlínar Maraþon ;-)
Núna er alveg að koma að "Hlaupinu" og til þess að koma "MindSettinu" í lag þá ætla ég að skrifa hér eitthvað smá um það sem verið er að gera til að klára undirbúninginn.
Þeir sem ekki vita þá er æfingaskráin mín á www.hlaup.com eins og annara hlaupara. Hér er beinn linkur á hlaupadagbókina http://hlaup.com/ShowTrainingProfile.asp?uid=34#nuverandivika.
Þeir sem fara með mér til Berlínar eru: Eiður (frændi), Kristín Birna (frænka), Gná , Orri (Línuskautar) og Hafdís. Þetta er 3 maraþonið mitt í útlöndum og það leggst alveg rosalega vel í mig. Síðasta maraþon hjá mér var í Reykjavík þar sem ég fór á 03:51 og markmiðið í Berlín er eins nálægt 03:45 og ég get.
Ég er að dunda mér við að setja inn gamlar hlaupamyndir því það er alltaf gaman að skoða þær.
Að lokum er hér linkur á þá islendinga sem skráðir eru í Berlín:
http://www.geosoft.dk/VidarAtletik/FM/Loeb/Deltagerliste.asp?lobid=135&lang=is
Kv. Oddur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)